Kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 18:45 Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll. Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30
„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45