Dýrbítar ganga lausir í Eyjafjarðarsveit: "Þetta er ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 11:30 Eitt af þeim lömbum sem varð fyrir árás. Mynd/Einar Gíslason Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“ Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“
Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira