Hvorki áberandi né kerfisbundið að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2018 12:17 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30
Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00