Deilt um tilverurétt útvarpsstöðvar í sænsku kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 20:15 Jimmie Åkesson hefur verið formaður Svíþjóðardemókrata frá árinu 2005. Vísir/epa Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir að hann lét það hafa eftir sér í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P3, sem er ríkisrekin, að hann hefði löngu verið búinn að leggja stöðina niður ef hann hefði verið við stjórnvölinn. Åkesson mætti fyrr í vikunni í þátt á stöðinni þar sem leiðtogi einhvers stjórnmálaflokks er tekinn tali. Þættirnir hefjast hins vegar á innslagi þar sem þáttastjórnendur hæðast að viðmælandanum. Í innslaginu var Åkesson meðal annars kallaður landráðamaður og spilafíkill, en árið 2014 greindu sænskir fjölmiðlar frá því að Åkesson hafi veðjað um hálfa milljón sænskra króna í fjárhættuspilum á netinu það árið. Eftir innslagið kallaði Åkesson útvarpsstöðina „skítastöð“. „Hefði ég verið yfirmaður hefði ég látið loka stöðinni fyrir löngu. Mér finnst þetta hreinræktuð vinstrisinnuð drulla,“ sagði Åkesson í viðtalinu.Minnir á fjórða áratuginn Fjölmargir sænskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Åkesson vegna ummælanna, meðal annars dómsmálaráðherrann Morgan Johansson. „[Svíþjóðardemókratar] vilja sem sagt leggja niður útvarpsstöð af pólitískum ástæðum. Það minnir mjög á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Johansson á Twitter. Åkesson sagði síðar að hann vilji alls ekki leggja niður útvarpsstöðina. Hann sé þó áfram gagnrýninn á háðsádeilu stöðvarinnar. „Mér fannst brotið á mér. Þetta var virkilega lélegt. Ríkisfjölmiðlar eiga alls ekki að stunda þetta,“ sagði Åkesson síðar í samtali við sænska fjölmiðla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn 9. september næstkomandi. Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir að hann lét það hafa eftir sér í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P3, sem er ríkisrekin, að hann hefði löngu verið búinn að leggja stöðina niður ef hann hefði verið við stjórnvölinn. Åkesson mætti fyrr í vikunni í þátt á stöðinni þar sem leiðtogi einhvers stjórnmálaflokks er tekinn tali. Þættirnir hefjast hins vegar á innslagi þar sem þáttastjórnendur hæðast að viðmælandanum. Í innslaginu var Åkesson meðal annars kallaður landráðamaður og spilafíkill, en árið 2014 greindu sænskir fjölmiðlar frá því að Åkesson hafi veðjað um hálfa milljón sænskra króna í fjárhættuspilum á netinu það árið. Eftir innslagið kallaði Åkesson útvarpsstöðina „skítastöð“. „Hefði ég verið yfirmaður hefði ég látið loka stöðinni fyrir löngu. Mér finnst þetta hreinræktuð vinstrisinnuð drulla,“ sagði Åkesson í viðtalinu.Minnir á fjórða áratuginn Fjölmargir sænskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Åkesson vegna ummælanna, meðal annars dómsmálaráðherrann Morgan Johansson. „[Svíþjóðardemókratar] vilja sem sagt leggja niður útvarpsstöð af pólitískum ástæðum. Það minnir mjög á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Johansson á Twitter. Åkesson sagði síðar að hann vilji alls ekki leggja niður útvarpsstöðina. Hann sé þó áfram gagnrýninn á háðsádeilu stöðvarinnar. „Mér fannst brotið á mér. Þetta var virkilega lélegt. Ríkisfjölmiðlar eiga alls ekki að stunda þetta,“ sagði Åkesson síðar í samtali við sænska fjölmiðla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn 9. september næstkomandi.
Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15