Egg í sömu körfu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig?
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun