Þór/KA sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter í kvöld þar sem sagt er frá því að Ariana Calderon, Bianca Sierra og Stephany Mayor fá ekki að klára tímabilið með liðinu. Þær eru allar lykilmenn í liði Akureyringa.
„Ástæða þessa er að landsliðsþjálfari Mexíkó hefur krafist þess ða fá leikmennina til æfinga tveimur vikur fyrir undankeppni Mið- og Norður-Ameríkuríkja (CONCACAF) [...] Munu þær því halda utan strax í fyrramálið.“
Þá segir í tilkynningunni að „um þetta fá þjálfari og stjórn Þórs/KA engu ráðið þrátt fyrir mikinn samningsvilja og tilslakanir af hálfu liðsins.“
Þór/KA á ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum, Breiðablik lyfti honum á mánudag. Það er þó eftir leikur við Stjörnuna í lokaumferð deildarinnar og seinni leikur liðsins við Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar er staðan í einvíginu 1-0 fyrir Wolfsburg, eitt besta félagslið heims.
Fari svo að Þór/KA nái að slá Wolfsburg út munu þær mexíkósku einnig missa af leikjunum í 16-liða úrslitunum.
Yfirlýsing frá stjórn og þjálfara Þórs/KA varðandi brotthvarf þriggja lykilleikmanna liðsins til æfinga með mexíkóska landsliðinu að kröfu mexíkóska knattspyrnusambandsins. #ÞórKA#fotboltinet@footballicelandpic.twitter.com/75obVJHF6Y
— Þór/KA (@thorkastelpur) September 19, 2018