Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2018 07:00 Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun