Bílabylting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. september 2018 07:00 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun