Forystufé reynist bændum vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2018 19:45 „Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“ Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
„Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“
Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira