Mistök kostuðu okkur leikinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 08:00 Martin Hermannsson fór fyrir liði Íslands í stigaskorun líkt og oft áður en hann var gríðarlega óheppinn að sniðskot hans fór ekki niður sem hefði líklegast dugað Íslandi til sigurs á lokasekúndum leiksins. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32