Rétti forsetinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar