Stórglæsileg umfjöllun um Ólafíu á CNN: „Ég vil verða Federer kvennagolfsins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 13:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á LPGA-atvinnukvennamótaröðinni í golfi þrátt fyrir að hafa ekki alveg náð að fylgja á eftir frábæru fyrsta tímabili. Frammistaða og saga Ólafíu Þórunnar fór ekki framhjá fólkinu á CNN sem fékk hana í viðtal og hafa nú birt stórglæsilega umfjöllun um íslenska kylfinginn. CNN setur spilamennsku Ólafar einnig í samhengi við uppkomu íslenska golfsins á alþjóðlegum vettvangi."Icelanders, I think we are kind of cool in that we believe anything is possible." Olafia Kristinsdottir, Iceland's first professional golfer, says she wants to be "the Roger Federer of women's golf." https://t.co/pac9fCrYZPpic.twitter.com/8bgEq81Fu4 — CNN Sport (@cnnsport) September 12, 2018 Umfjöllunin byrjar á því að benda á það að hraunin í kringum golfvellina á Íslandi gefi kylfingum auka ástæðu til að hitta á brautirnar en þar er líka talað um að sumir golfvellirnir séu inn í gömlum eldfjöllum og á sumum völlum þurfi íslenskir kylfingar að slá yfir sjó til að komast inn á flöt. „Ég held að við Íslendingar séum svo svellkaldir að trúa því að allt sé mögulegt,“ sagði Ólafía Þórunn meðal annars í viðtalinu. Ólafía Þórunn hefur lengi lýst yfir aðdáun sinni á svissneska tennisgoðsögninni Roger Federer og blaðamaður CNN segir hana vera svo fulla sjálfstrausts að hún tali um það að vilja verða Federer kvennagolfsins.Via @CNN Olafia Kristinsdottir: 'I want to be the Federer of women's golf' https://t.co/jK2ow6oaKz — Curtis (@stevenacurtis) September 12, 2018Í greininni er einnig talað um afrek Haralds Franklín Magnús að komast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og að Valdís Þóra Jónsdóttir sé líka að minna á sig í hópi bestu kylfinga heims. Ólafía Þórunn segist hafa bætt sig mikið með að spila golf með háskólanámi sínu í Bandaríkjunum. „Ég var góður kylfingur en ekkert undrabarn þegar ég var krakki,“ sagði Ólafía. „Ég bætti mig mikið í háskóla og þá hugsaði ég: Ég á möguleika. Draumurinn var orðinn nær raunveruleikanum og ég lét bara vaða. Það var besta sem ég hef gert,“ sagði Ólafía Þórunn. Greinin fjallar einnig um kjálkaaðgerð Ólafíu og frábæran árangur hennar árið 2017. „Ég lærði rosalega mikið af þessu ári. Ég les mikið af bókum um andlegu hliðina í golfinu og þekki sjálfan mig mun betur núna. Ég veit núna hvað virkar fyrir mig og hvað virkar ekki. Ég tel mig líka æfa betur núna það er næ meira út úr æfingunum. Hér áður fyrr vissi ég eiginlega ekki alveg hvað ég var að gera,“ segir Ólafía. Það má lesa allt viðtalið og umfjöllunina með því að smella hér. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á LPGA-atvinnukvennamótaröðinni í golfi þrátt fyrir að hafa ekki alveg náð að fylgja á eftir frábæru fyrsta tímabili. Frammistaða og saga Ólafíu Þórunnar fór ekki framhjá fólkinu á CNN sem fékk hana í viðtal og hafa nú birt stórglæsilega umfjöllun um íslenska kylfinginn. CNN setur spilamennsku Ólafar einnig í samhengi við uppkomu íslenska golfsins á alþjóðlegum vettvangi."Icelanders, I think we are kind of cool in that we believe anything is possible." Olafia Kristinsdottir, Iceland's first professional golfer, says she wants to be "the Roger Federer of women's golf." https://t.co/pac9fCrYZPpic.twitter.com/8bgEq81Fu4 — CNN Sport (@cnnsport) September 12, 2018 Umfjöllunin byrjar á því að benda á það að hraunin í kringum golfvellina á Íslandi gefi kylfingum auka ástæðu til að hitta á brautirnar en þar er líka talað um að sumir golfvellirnir séu inn í gömlum eldfjöllum og á sumum völlum þurfi íslenskir kylfingar að slá yfir sjó til að komast inn á flöt. „Ég held að við Íslendingar séum svo svellkaldir að trúa því að allt sé mögulegt,“ sagði Ólafía Þórunn meðal annars í viðtalinu. Ólafía Þórunn hefur lengi lýst yfir aðdáun sinni á svissneska tennisgoðsögninni Roger Federer og blaðamaður CNN segir hana vera svo fulla sjálfstrausts að hún tali um það að vilja verða Federer kvennagolfsins.Via @CNN Olafia Kristinsdottir: 'I want to be the Federer of women's golf' https://t.co/jK2ow6oaKz — Curtis (@stevenacurtis) September 12, 2018Í greininni er einnig talað um afrek Haralds Franklín Magnús að komast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og að Valdís Þóra Jónsdóttir sé líka að minna á sig í hópi bestu kylfinga heims. Ólafía Þórunn segist hafa bætt sig mikið með að spila golf með háskólanámi sínu í Bandaríkjunum. „Ég var góður kylfingur en ekkert undrabarn þegar ég var krakki,“ sagði Ólafía. „Ég bætti mig mikið í háskóla og þá hugsaði ég: Ég á möguleika. Draumurinn var orðinn nær raunveruleikanum og ég lét bara vaða. Það var besta sem ég hef gert,“ sagði Ólafía Þórunn. Greinin fjallar einnig um kjálkaaðgerð Ólafíu og frábæran árangur hennar árið 2017. „Ég lærði rosalega mikið af þessu ári. Ég les mikið af bókum um andlegu hliðina í golfinu og þekki sjálfan mig mun betur núna. Ég veit núna hvað virkar fyrir mig og hvað virkar ekki. Ég tel mig líka æfa betur núna það er næ meira út úr æfingunum. Hér áður fyrr vissi ég eiginlega ekki alveg hvað ég var að gera,“ segir Ólafía. Það má lesa allt viðtalið og umfjöllunina með því að smella hér.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira