Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2018 13:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00