Bjóða Löfven á fund til að ræða stuðning við hægristjórn Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2018 08:33 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47