Fyrirtæki sameinast gegn tollum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 06:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira