Stórsókn í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. september 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun