Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 11:30 Derek Carr, leikstjórnandi Oakland Raiders talar við þjálfara sinn Jon Gruden. Vísir/Getty Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra. NFL Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra.
NFL Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira