Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 07:45 Jarðgas er brennt við olíupumpur í Nevada. Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar. Vísir/AP Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17