Upptökur úr myndavélum á Hard Rock sýna atburðarásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 16:38 Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar. Vísir/vilhelm Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum. WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sjá meira
Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum.
WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sjá meira
Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01