Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 23:30 Deborah Ramirez er bekkjarsystir Kavanaugh úr Yale-háskóla. Vísir/AP Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn. Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn.
Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06