Enski boltinn

Ekki allir sáttir með gervigras á Kópvogsvöll: „Sorglegt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þarna verður gervigras á næstu leiktíð, ef allt fer eftir áætlun.
Þarna verður gervigras á næstu leiktíð, ef allt fer eftir áætlun. visir/skjáskot
Breiðablik spilaði í dag sinn síðasta leik á nátturulegu grasi því á næsta tímabili verður spilað á gervigrasi á Kópavogsvelli.

Það var vel við hæfi að Breiðablik kvaddi einn besta grasvöll landsins undanfarin ár með 4-0 sigri á KA í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Í sumar var tekin svo ákvörðun um að Breiðablik myndi spila á gervigrasi á næstu leiktíð til þess að nýta mannvirkið betur.

Það hefur ekki farið vel í alla Blika og var Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri Kópavogsvallar, til margra ára með sorgarband í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×