Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 07:00 Þjóðarsjóður verður fjármagnaður með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00