Efling þrýstir á samflot með því að skila inn samningsumboði Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 19:00 Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira