Góðar líkur á víðtæku samfloti verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 13:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira