Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 20:49 Michael Orvitz, eigandi umboðsskrifstofu sem var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum, segir að vitundarvakning um kynferðisobeldi sé löngu tímabær en hann segist þó vorkenna Leslie Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/getty Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27