Tollaveislan mikla Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. september 2018 07:00 Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar