Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 08:10 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Vísir/EPA Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45
Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10