Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 08:10 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Vísir/EPA Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45
Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10