Fótbolti

„De Bruyne er fljótari að jafna sig á meiðslum en aðrir“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne með enska meistarabikarinn í vor.
Kevin De Bruyne með enska meistarabikarinn í vor. Vísir/Getty
Kevin de Bruyne gæti verið kominn til baka úr meiðslum þegar íslenska karlalandsliðið sækir það belgíska heim í lokaleik Íslands í Þjóðadeild UEFA í nóvember.

De Bruyne meiddist á hné á æfingu með Manchester City í ágúst og var upphaflega talið að hann myndi vera frá í að minnsta kosti þrjá mánuði. Landsliðsþjálfari Belga, Roberto Martinez, telur þó að það sé styttra í endurkomu miðjumannsins.

„Ég held við munum sjá hann á vellinum miklu fyrr en eðlilegt er miðað við svona meiðsli og ég held hann gæti komið ferskari inn í liðið eftir þessa fjarveru,“ sagði Martinez á ráðstefnu í Lundúnum.

„Hann er að eðlisfari fljótari að jafna sig en aðrir leikmenn.“

Í síðustu viku sagði de Bruyne að hann þyrfti líklega þrjár til fimm vikur í viðbót en Martinez virðist gefa í skyn að endurkoman sé nær þremur vikum heldur en fimm.

Ísland og Belgía mætast ytra 15. nóvember í síðasta leik Íslands í Þjóðadeildinni. Belgar unnu 3-0 sigur á Laugardalsvelli í byrjun september.


Tengdar fréttir

De Bruyne frá í tvo til fjóra mánuði?

Manchester City hefur staðfest að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne sé meiddur en talið er að hann verði frá næstu tvo til fjóra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×