Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 14:03 Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15