Túfa: Ætlaði að kveðja Akureyrarvöll með sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. september 2018 17:03 Hvað tekur við hjá Túfa? Vísir/Eyþór „Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00