Bandaríkjamenn og NATO auka viðbúnað í Norður-Atlantshafi Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 20:00 Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði. NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði.
NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57