Hver kenndi þér að segja þetta? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifar 20. september 2018 17:13 Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar