Vilja að Íslendingar í útlöndum geti horft á allt efni RÚV Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 10:47 Húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Vísir/GVA Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér. Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér.
Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun