Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 20:23 Kellyanne Conway er einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi gegn konum. Getty/Alex Wong Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30