Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 16:16 Elísabet er ofurhlaupari í orðsins fyllstu merkingu. Fréttablaðið/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan. Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07
Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00
Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00