Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2018 06:30 Ríflega hundrað manns tilkynntu svikapóstinn til lögreglu. Fréttablaðið/Anton „Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda.Svikapósturinn þykir nokkuð vel heppnaður og málfar og undirbúningur bendir til að einhver viðriðinn þekki til hér á landi.Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem viðkomandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út.Theódór Ragnar Gíslason.Fréttablaðið/StefánTheódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tæknilega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhugavert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakkað til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er talsverð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
„Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda.Svikapósturinn þykir nokkuð vel heppnaður og málfar og undirbúningur bendir til að einhver viðriðinn þekki til hér á landi.Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem viðkomandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út.Theódór Ragnar Gíslason.Fréttablaðið/StefánTheódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tæknilega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhugavert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakkað til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er talsverð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira