Hrunið blasir við Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjármagn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafengur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjármagn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafengur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun