Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. október 2018 19:45 Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“ Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38