Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 22:30 Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson. Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson.
Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00