Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 19:45 Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. Hún vill víðtækara samstarf við atvinnurekendur og telur alla aðila vinnumarkaðar þurfa að koma að borðinu til að hægt sér að laga þetta mál. Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur víðtækt hlutverk með eftirliti starfsmannaleiga og öll verktakafyrirtæki sem senda starfsmenn hingað til lands eiga að skrá sig hjá stofnuninni, þá bæði fyrirtækin og starfsmennina sem þau koma með. Þar er einnig séð um vinnustaðaeftirlit. Vinnumálastofnun hefur verið gagnrýnd fyrir að nýta úrræði sín lítið sem ekkert. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar vísar því á bug. „Við erum mjög virk í vinnueftirlitinu. Það er ekki alveg rétt það sem kom fram í þessum þætti Kveikur. Vegna þess að við fórum yfir 50 ferðir árið 2017 og það eru komnar 68 eftirlitsferðir á vinnustaði núna árið 2018,” segir Unnur. Til samanburðar hafa verkalýðsfélögin heimsótt tæplega 1.200 fyrirtæki og verktaka um land allt það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Alþýðusambandinu.Ætti Vinnumálastofnun ekki að beita sér örlítið harðar í þessum málum en hefur verið gert? Hvar liggur brotalömin í þessu? „Það er ekki auðvelt að beita sér mikið harðar í þessu. Við reynum að vinna traust þessa fólks. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að við komum og segjum þið verðið að borga hærri laun, þið verðið að gera þetta og leggið fram gögn á borðið. Þetta fólk er í mjög veikri stöðu. Þá erum við að kippa undan þeim teppinu, við erum að taka af þeim vinnuna og oftast húsnæðið,” bendir hún á og bætir við að þess vegna noti Vinnumálastofnun lítið þau úrræði að loka vinnustöðum eins og þau hafi heimild til. Kjaramál Tengdar fréttir Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. Hún vill víðtækara samstarf við atvinnurekendur og telur alla aðila vinnumarkaðar þurfa að koma að borðinu til að hægt sér að laga þetta mál. Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur víðtækt hlutverk með eftirliti starfsmannaleiga og öll verktakafyrirtæki sem senda starfsmenn hingað til lands eiga að skrá sig hjá stofnuninni, þá bæði fyrirtækin og starfsmennina sem þau koma með. Þar er einnig séð um vinnustaðaeftirlit. Vinnumálastofnun hefur verið gagnrýnd fyrir að nýta úrræði sín lítið sem ekkert. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar vísar því á bug. „Við erum mjög virk í vinnueftirlitinu. Það er ekki alveg rétt það sem kom fram í þessum þætti Kveikur. Vegna þess að við fórum yfir 50 ferðir árið 2017 og það eru komnar 68 eftirlitsferðir á vinnustaði núna árið 2018,” segir Unnur. Til samanburðar hafa verkalýðsfélögin heimsótt tæplega 1.200 fyrirtæki og verktaka um land allt það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Alþýðusambandinu.Ætti Vinnumálastofnun ekki að beita sér örlítið harðar í þessum málum en hefur verið gert? Hvar liggur brotalömin í þessu? „Það er ekki auðvelt að beita sér mikið harðar í þessu. Við reynum að vinna traust þessa fólks. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að við komum og segjum þið verðið að borga hærri laun, þið verðið að gera þetta og leggið fram gögn á borðið. Þetta fólk er í mjög veikri stöðu. Þá erum við að kippa undan þeim teppinu, við erum að taka af þeim vinnuna og oftast húsnæðið,” bendir hún á og bætir við að þess vegna noti Vinnumálastofnun lítið þau úrræði að loka vinnustöðum eins og þau hafi heimild til.
Kjaramál Tengdar fréttir Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00