Hvalárvirkjun og HS-Orka Stefán Arnórsson og Tómas Guðbjartsson skrifar 5. október 2018 07:00 Hvalá á Ströndum verður mögulega virkjuð í náinni framtíð. Með þessari virkjun yrði reistur minnisvarði um vondar ákvarðanir og skjótræði okkar Íslendinga. Gríðarlegum ósnortnum víðernum verður spillt og um leið þrengt að möguleikum á ferðamennsku á svæðinu. Dæmi frá utanverðu Snæfellsnesi sýna að ferðamennska er mjög vænleg tekjulind fyrir lítil sveitarfélög og ekkert segir að sama eigi ekki við um byggð eins og í Árneshreppi.Tómas Guðbjartsson læknir og náttúruverndarsinniHáskóli ÍslandsVirkjun mun ekki skapa störf Hvalárvirkjun verður ómönnuð og mun því ekki bæta hag byggðar í Árneshreppi með aukinni atvinnusköpun nema hugsanlega eitthvað á framkvæmdatíma. Tekjur sveitarfélagsins af virkjun yrðu því fyrst og fremst aðstöðugjöld, sem ekki eru háar upphæðir.Er nægilegt framboð á raforku fyrir byggð á Vestfjörðum? Svarið er já. Hins vegar er flutningsgetu raforku innan svæðisins til notenda og rekstraröryggi ábótavant. Byggð á Vestfjörðum hefur ekki þörf fyrir 55 megavatta (MW) virkjun í Hvalá fyrir eigin raforkumarkað, hvorki nú né í nánustu framtíð. Afkastageta vatnsaflsvirkjana í eigu Orkubús Vestfjarða er í dag rúm 18 MW og afl annarra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum er um 6 MW til viðbótar. Vestfirðingar kaupa árlega rafmagn frá virkjunum utan Vestfjarða sem nemur nálægt 150 gígavattstundum (GWst). Lækka mætti þessa tölu um a.m.k. 20% með notkun varmadælna. Hvalárvirkjun getur framleitt um 320 GWst rafmagns í meðalári en rennsli vatns í ánni er mjög breytilegt eftir árstíðum og einnig milli ára. Því þarf að flytja um 200 GWst út af Vestfjörðum í meðalári ef selja á allt rafmagn frá Hvalárvirkjun. Og hverjum á að selja? Varla Vestfirðingum sem neinu nemur.Aukning í notkun varmadælna mikilvæg Rafmagn til húshitunar á Vestfjörðum er niðurgreitt um nálægt 100 GWst á ári (um 342 milljónir króna, 2017). Spara mætti umtalsvert rafmagn á Vestfjörðum með varmadælum, eða a.m.k. um 30 GWst á ári með því að skipta út rafmagnsofnum fyrir varmadælur. Um 30 ár eru síðan varmadælur urðu raunverulegur valkostur við upphitun húsa á heimsvísu. Þær eru víða notaðar hér á landi við upphitun íbúðarhúsa og sumarbústaða, enda spara þær verulegt rafmagn. Vestfirðingar sem ekki hafa jarðhitavatn til húshitunar eða þiggja varma frá fjarveitum ættu að íhuga varmadælur sem valkost. Þar gæti ríkið komið að málum, sem aftur myndi lækka niðurgreiðslu hins opinbera á rafmagni til húshitunar.Hvalárvirkjun er dýr kostur Kostnaður á orkueiningu fyrir vatnsaflsvirkjanir er mjög breytilegur. Eðlilegt væri að velja á hverjum tíma hagkvæmustu kostina. Hvalárvirkjun er afar dýr valkostur, í flokki þeirra dýrustu af þeim virkjunum sem hafa fengið blessun rammasamkomulags. Auk þess er kostnaður við flutning rafmagns til notenda mikill. Rafmagn frá virkjuninni virðist ekki vera ætlað ákveðnum notendum og ekki byggt á spá um raforkuþörf markaðarins. Slík spá er þó forsenda þess að meta stærð og hagkvæmni nýrra virkjana.Hvað veldur áhuga jarðhitafyrirtækisins HS-Orku á vatnsorku? Dótturfyrirtæki HS-Orku, Vesturverk, vinnur að því að reisa virkjun í Hvalá. Hitaveita Suðurnesja og arftaki hennar, HS-Orka, reisti og rekur nú 100 megavatta (MW) jarðgufustöð á Reykjanesi og 76 MW virkjun í Svartsengi. Auk þess undirbýr fyrirtækið jarðgufuvirkjun í Eldvörpum sem er einstök gígaröð á Reykjanesskaga. Upphaflegt mat (1985) á afli jarðhitasvæðisins á Reykjanesi var 28 MW miðað við 50 ára endingartíma. Nýrra mat gaf síðan 40 MW, en af óskiljanlegum ástæðum samþykkti Orkustofnun beiðni HS-Orku um 80-100 MW virkjun og var 100 MW virkjun gangsett 2006. En HS-orka seildist lengra og keypti 50 MW túrbínu til stækkunar virkjunarinnar í 150 MW. Af þeirri stækkun varð þó ekki enda hafði þrýstingur í jarðhitalindinni lækkað mikið og gufurennsli í borholum dvínað í samræmi við það. Minnkandi gufurennsli úr borholum hefur valdið HS-Orku umtalsverðu tekjutapi. En af hverju virkja dragá lengst norður á Ströndum? Hvalárvirkjun hentar ekki fyrir sölu á rafmagni til stórnotenda eins og ál- og kísiliðjuvera því notkun þeirra er jöfn allan sólarhringinn alla daga ársins. Hún tryggir HS-Orku hins vegar svokallað toppafl á helstu álagstímum fyrir viðskiptavini sína á SV-horninu, þegar gufuvirkjanir þeirra sinna ekki eftirspurn. Þessa topporku þurfa þeir í dag að kaupa af Landsvirkjun á háu verði. Þetta eru raunverulegir hagsmunir HS-Orku – ekki það að styrkja rafmagnsbúskapinn á Vestfjörðum.Íslenskar náttúruauðlindir seldar útlendingum HS-Orka er í meirihlutaeigu (51%) kanadískra auðjöfra en fyrirtækið greiddi á árinu 2017 sem næst 35 milljónir í auðlindagjald fyrir afnot af jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvort eðlilegt geti talist að erlendir fjárfestar geti keypt land eða hlut í íslenskum orkufyrirtækjum og þannig komist í að virkja íslensk fallvötn og jarðhitakerfi. Lagabókstafurinn gagnvart slíku eignarhaldi er því miður óljós á Íslandi, ólíkt því sem gildir víða erlendis. Lögin eru hins vegar afar skýr þegar kemur að fiskveiðum í íslenskri lögsögu. Hér verður heilbrigð skynsemi að ráða för. Þótt Ísland sé smáríki eru helstu auðlindir þess samt sem áður sameign allra Íslendinga, þar með taldar árnar og þeir stórkostlegu fossar sem er að finna upp af Ófeigsfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Hvalá á Ströndum verður mögulega virkjuð í náinni framtíð. Með þessari virkjun yrði reistur minnisvarði um vondar ákvarðanir og skjótræði okkar Íslendinga. Gríðarlegum ósnortnum víðernum verður spillt og um leið þrengt að möguleikum á ferðamennsku á svæðinu. Dæmi frá utanverðu Snæfellsnesi sýna að ferðamennska er mjög vænleg tekjulind fyrir lítil sveitarfélög og ekkert segir að sama eigi ekki við um byggð eins og í Árneshreppi.Tómas Guðbjartsson læknir og náttúruverndarsinniHáskóli ÍslandsVirkjun mun ekki skapa störf Hvalárvirkjun verður ómönnuð og mun því ekki bæta hag byggðar í Árneshreppi með aukinni atvinnusköpun nema hugsanlega eitthvað á framkvæmdatíma. Tekjur sveitarfélagsins af virkjun yrðu því fyrst og fremst aðstöðugjöld, sem ekki eru háar upphæðir.Er nægilegt framboð á raforku fyrir byggð á Vestfjörðum? Svarið er já. Hins vegar er flutningsgetu raforku innan svæðisins til notenda og rekstraröryggi ábótavant. Byggð á Vestfjörðum hefur ekki þörf fyrir 55 megavatta (MW) virkjun í Hvalá fyrir eigin raforkumarkað, hvorki nú né í nánustu framtíð. Afkastageta vatnsaflsvirkjana í eigu Orkubús Vestfjarða er í dag rúm 18 MW og afl annarra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum er um 6 MW til viðbótar. Vestfirðingar kaupa árlega rafmagn frá virkjunum utan Vestfjarða sem nemur nálægt 150 gígavattstundum (GWst). Lækka mætti þessa tölu um a.m.k. 20% með notkun varmadælna. Hvalárvirkjun getur framleitt um 320 GWst rafmagns í meðalári en rennsli vatns í ánni er mjög breytilegt eftir árstíðum og einnig milli ára. Því þarf að flytja um 200 GWst út af Vestfjörðum í meðalári ef selja á allt rafmagn frá Hvalárvirkjun. Og hverjum á að selja? Varla Vestfirðingum sem neinu nemur.Aukning í notkun varmadælna mikilvæg Rafmagn til húshitunar á Vestfjörðum er niðurgreitt um nálægt 100 GWst á ári (um 342 milljónir króna, 2017). Spara mætti umtalsvert rafmagn á Vestfjörðum með varmadælum, eða a.m.k. um 30 GWst á ári með því að skipta út rafmagnsofnum fyrir varmadælur. Um 30 ár eru síðan varmadælur urðu raunverulegur valkostur við upphitun húsa á heimsvísu. Þær eru víða notaðar hér á landi við upphitun íbúðarhúsa og sumarbústaða, enda spara þær verulegt rafmagn. Vestfirðingar sem ekki hafa jarðhitavatn til húshitunar eða þiggja varma frá fjarveitum ættu að íhuga varmadælur sem valkost. Þar gæti ríkið komið að málum, sem aftur myndi lækka niðurgreiðslu hins opinbera á rafmagni til húshitunar.Hvalárvirkjun er dýr kostur Kostnaður á orkueiningu fyrir vatnsaflsvirkjanir er mjög breytilegur. Eðlilegt væri að velja á hverjum tíma hagkvæmustu kostina. Hvalárvirkjun er afar dýr valkostur, í flokki þeirra dýrustu af þeim virkjunum sem hafa fengið blessun rammasamkomulags. Auk þess er kostnaður við flutning rafmagns til notenda mikill. Rafmagn frá virkjuninni virðist ekki vera ætlað ákveðnum notendum og ekki byggt á spá um raforkuþörf markaðarins. Slík spá er þó forsenda þess að meta stærð og hagkvæmni nýrra virkjana.Hvað veldur áhuga jarðhitafyrirtækisins HS-Orku á vatnsorku? Dótturfyrirtæki HS-Orku, Vesturverk, vinnur að því að reisa virkjun í Hvalá. Hitaveita Suðurnesja og arftaki hennar, HS-Orka, reisti og rekur nú 100 megavatta (MW) jarðgufustöð á Reykjanesi og 76 MW virkjun í Svartsengi. Auk þess undirbýr fyrirtækið jarðgufuvirkjun í Eldvörpum sem er einstök gígaröð á Reykjanesskaga. Upphaflegt mat (1985) á afli jarðhitasvæðisins á Reykjanesi var 28 MW miðað við 50 ára endingartíma. Nýrra mat gaf síðan 40 MW, en af óskiljanlegum ástæðum samþykkti Orkustofnun beiðni HS-Orku um 80-100 MW virkjun og var 100 MW virkjun gangsett 2006. En HS-orka seildist lengra og keypti 50 MW túrbínu til stækkunar virkjunarinnar í 150 MW. Af þeirri stækkun varð þó ekki enda hafði þrýstingur í jarðhitalindinni lækkað mikið og gufurennsli í borholum dvínað í samræmi við það. Minnkandi gufurennsli úr borholum hefur valdið HS-Orku umtalsverðu tekjutapi. En af hverju virkja dragá lengst norður á Ströndum? Hvalárvirkjun hentar ekki fyrir sölu á rafmagni til stórnotenda eins og ál- og kísiliðjuvera því notkun þeirra er jöfn allan sólarhringinn alla daga ársins. Hún tryggir HS-Orku hins vegar svokallað toppafl á helstu álagstímum fyrir viðskiptavini sína á SV-horninu, þegar gufuvirkjanir þeirra sinna ekki eftirspurn. Þessa topporku þurfa þeir í dag að kaupa af Landsvirkjun á háu verði. Þetta eru raunverulegir hagsmunir HS-Orku – ekki það að styrkja rafmagnsbúskapinn á Vestfjörðum.Íslenskar náttúruauðlindir seldar útlendingum HS-Orka er í meirihlutaeigu (51%) kanadískra auðjöfra en fyrirtækið greiddi á árinu 2017 sem næst 35 milljónir í auðlindagjald fyrir afnot af jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvort eðlilegt geti talist að erlendir fjárfestar geti keypt land eða hlut í íslenskum orkufyrirtækjum og þannig komist í að virkja íslensk fallvötn og jarðhitakerfi. Lagabókstafurinn gagnvart slíku eignarhaldi er því miður óljós á Íslandi, ólíkt því sem gildir víða erlendis. Lögin eru hins vegar afar skýr þegar kemur að fiskveiðum í íslenskri lögsögu. Hér verður heilbrigð skynsemi að ráða för. Þótt Ísland sé smáríki eru helstu auðlindir þess samt sem áður sameign allra Íslendinga, þar með taldar árnar og þeir stórkostlegu fossar sem er að finna upp af Ófeigsfirði.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar