Árangursríkt samstarf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2018 07:00 Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun