Réttur til þjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:30 Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun