

Hvað þarf eiginlega marga þætti með Helga Seljan?
Þegar kemur að ferðaþjónustunni snýst dæmið við, þá er verið að glíma við útlendinga sem brjóta lögin. Hér starfar fjöldi óskráðra erlendra fyrirtækja sem komast upp með að skila ekki sköttum eða greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Með þennan sparnað að vopni hirða útlendu fyrirtækin bein og óbein viðskipti af íslenskum fyrirtækjum.
Lögunum er ekki fylgt eftir
Líkt og með erlendu starfsmennina sem Helgi Seljan fjallaði um, þá vantar ekki lagabálkana sem banna félagsleg undirboð og skattsvik erlendra fyrirtækja. En líkt og með erlenda starfsfólkið sem svínað er á, þá er þessum lögum illa eða ekkert fylgt eftir.
Ekki vantar upphlaup ráðherra, þingmanna og stofnanaforstjóra þegar fjölmiðlar benda á athafnaleysi þeirra. Enda rauk félagsmálaráðherra til eftir að hafa horft á Kveik og tilkynnti um nýjan starfshóp til að skerpa á viðurlögum við brotum á vinnumarkaði.
Ekkert gert með tillögur um aðgerðir
Fyrir tveimur árum tók ég þátt í samráðsfundi fjölmargra opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðarins um ólöglega starfsemi erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi. Allir voru sammála um að aðgerða væri þörf hið fyrsta. Fundinum lauk en svo gerðist ekkert frekar.
Fyrir einu ári, í fyrrasumar, lagði starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra loksins fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni.
Ekkert hefur verið gert með þær tillögur, nákvæmlega ekkert.
Ég hef ítrekað skrifað greinar um þetta ófremdarástand, enda heyri ég daglega af því hvernig erlendu fyrirtækin grafa undan íslenskri ferðaþjónustu. En það gerist ekkert.
Hvað er eiginlega að?
Hvað er eiginlega að í stjórnsýslunni? Við höfum skýr lög um réttindi og skyldur allra sem starfa hér á landi. Við höfum Vinnumálastofnun, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra, Vinnueftirlit, lögreglu, ráðuneyti og dómstóla til að framfylgja lögunum og taka á þeim brotlegu. Hvernig stendur þá á því að lögleysan veður hér uppi árum saman? Hvernig stendur á því að tillögur um aðgerðir enda ofan í skúffu?
Værukærð stjórnsýslunnar virðist rétt aðeins rofna þegar harkaleg og réttmæt gagnrýni birtist í fjölmiðlum. Hvað þarf Helgi Seljan eiginlega að gera marga þætti þangað til einhver hreyfing verður í þessum efnum?
Þórir Garðarsson
Stjórnarformaður Gray Line og fyrrverandi varaformaður SAF
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar