Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2018 20:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2. Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30