Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2018 20:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2. Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30