Katalónar þjarma að Sánchez Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Quim Torra hélt stefnuræðu sína þegar katalónska þingið kom saman eftir sumarfrí í gær. vísir/epa Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira