Þyrla sótti skipverja með reykeitrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 17:29 Eldur kviknaði í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH 229. Landhelgisgæslan TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð. Ísafjarðarbær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð.
Ísafjarðarbær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira