Þvinguðu bandarískt herskip af leið í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 11:16 US Decatur. AP/Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31
Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47