Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 11:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans. vísir/getty Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka. Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti