Endurkomusigur hjá Íslandsvininum Mahomes í Denver Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 07:30 Patrick Mahomes fór úr blokk í Mosó í að verða stórstjarna í NFL. vísir/getty Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur. NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur.
NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum